miðvikudagur, 28. febrúar 2007
Veröldin er græn og út í rautt.
Umhverfismál eru í brennidepli í hinum ríku löndum Vesturálfu. Ég sá Al Gore við afhendinguna á Óskarsverðlaununum í Holliwood í gær. Hann sagði eitthvað í þá veru að umhverfismálin væru þverpólitískt mál. Nú væri bara að einhenda sér í að laga það sem úrskeiðis hefði farið í umhverfismálum og vinna á menguninni. Þetta leit allt vel út í Holliwood umgjörðinni. Hann fékk þrjátíu sekúndur eða þar um bil til að halda "pepp" tal. Svo hélt "showið" áfram með glitter og glimmer. Holliwood hafði sagt sitt í málinu og við pöbullinn höfum fengið línuna. Umhverfisunræðan er fyrirferðamikil hér á landi þessa dagana. Það er í tísku að vera meðvitaður í þessum málaflokki. Meira að segja heiðblái fálkinn er sýndur með grænni slikju. Það skýtur þó skökku við að eina gegnum græna aflið í stjórnmálum, Framsóknarflokkurinn, berst í bökkum þessa dagana. Það er eins og þeir séu ekki með réttan grænan lit. Þeir fá að á sig flestallt sem skammast er yfir í umhverfismálum. Gömlu kommunum í vinstri grænum virðist ganga miklu betur í umræðunni, ef marka má skoðanakannanir. Það virðist vera vænlegra að hafa svolítið út í rautt í þessari umræðu. Málflutningur þeirra gengur út á það að vera góðir og trúverðugir en "hinir" séu skúrkar. Ég held að þegar á hólminn er komið þurfi nú eitthvað haldbærara í málflutninginn. Nú úr einu í annað. Ég er ekki frá því að tyggjóslummunum niður í 101 hafi fækkað undanfarið í kjölfar þeirrar vitnundar sem orðið hefur í umhverfismálum, svo tekið sé lítið og nærtækt dæmi. Enda gengur það ekki að skilja eftir sig hvíta slummu á gangstéttini og fara svo inn á kaffihús og ræða umhvefismálin. Við vorum niður í 101 á föstudagskvöldið og skemmtum okkur á safnadögum. Fórum á nokkur söfn og hlustuðum á fyrirlestur um nornir. Þetta var góð afþreying og skemmtileg og hittum þó nokkuð af fólki. Jæja, best að fara slá botninn í þetta. Ég ætlaði nú að tengja þessa umhvefisumræðu vandræðum okkar Kópavogsbúa í vatnsmálum. Það er vonandi að ráðamennirnir á höfðubólinu norðan lækjar fari að láta okkur hafa framkvæmdaleyfið svo að okkar vatn fari nú að skila sér í pípurnar. Það hlýtur að vera hægt að laga það jarðrask sem orðið hefur þannig að vel sé, ef ég þekki minn mann. Mætti bara ekki leggja göngustíg þarna? Við hér í Brekkutúninu fórum um þar síðustu helgi að skoða vegsummerkin, en því miður fundum við ekki skurðinn. En eftir að sjónvarpið leigði þyrlu sem flaug yfir skurðinum endirlöngum þarf maður ekki að gera sér ferð þarna uppeftir. Hugsa sér svo er maður skyldaður til að borga fyrir svona bruðl á fjármunum. Jæja hef þetta ekki lengra. Kveðja.
mánudagur, 26. febrúar 2007
Á ferð og flugi.
Axel Garðar
Við bræður höfum verið á ferð og flugi. Axel sendi mér þessar fínu myndir frá Þórshöfn. Hann var einmitt í skoðunarferð þar í loðnuhrognavinnslu á sama tíma og ég var á Vopnafirði. Frændi okkar Jón Axelsson skipstjóri á Júpiter var leiðsögumaður hans í gegnum vinnsluna. Annars er Axel búinn að vera víða um land á síðustu vikum. Hefur fengið góða innsýn í líf og störf þess fólks sem býr á landsbyggðinni. Hann hefur verið að digitalvæða landsbyggðina með myndlyklum frá Digital Ísland.
Júpiter
Hér leggur Júpiter úr höfn á Þorshöfn áleiðis á loðnumiðin til veiða. Atvinnutæki Axels bróður er á bryggjunni,bíll frá Mamma.is sem notaður er við dreifingu á lyklunum. Næsti viðkomustaður Axels var Egilsstaðir. Það er öllum borgarbörnum jafnt ungum sem eldri holt að kynnast lífinu í landinu utan 101. Við fáum betri tilfinningu fyrir því hvernig er að vera Íslendingur og að það er einnig mikilvæg starfsemi sem fer fram í strandbyggðum Íslands, jafnt sem innsveitum. Þótt vissulega sé fjölbreytilegt líf hérna á höfuðborgarsvæðinu. Kveðja.
Við bræður höfum verið á ferð og flugi. Axel sendi mér þessar fínu myndir frá Þórshöfn. Hann var einmitt í skoðunarferð þar í loðnuhrognavinnslu á sama tíma og ég var á Vopnafirði. Frændi okkar Jón Axelsson skipstjóri á Júpiter var leiðsögumaður hans í gegnum vinnsluna. Annars er Axel búinn að vera víða um land á síðustu vikum. Hefur fengið góða innsýn í líf og störf þess fólks sem býr á landsbyggðinni. Hann hefur verið að digitalvæða landsbyggðina með myndlyklum frá Digital Ísland.
Júpiter
Hér leggur Júpiter úr höfn á Þorshöfn áleiðis á loðnumiðin til veiða. Atvinnutæki Axels bróður er á bryggjunni,bíll frá Mamma.is sem notaður er við dreifingu á lyklunum. Næsti viðkomustaður Axels var Egilsstaðir. Það er öllum borgarbörnum jafnt ungum sem eldri holt að kynnast lífinu í landinu utan 101. Við fáum betri tilfinningu fyrir því hvernig er að vera Íslendingur og að það er einnig mikilvæg starfsemi sem fer fram í strandbyggðum Íslands, jafnt sem innsveitum. Þótt vissulega sé fjölbreytilegt líf hérna á höfuðborgarsvæðinu. Kveðja.
miðvikudagur, 21. febrúar 2007
Vopnafjörður heimsóttur.
Loðnan flokkuð.
Í gærdag fór ég í örstutta heimsókn til Vopnafjarðar. Lagt var af stað frá Reykjavíkurflugvelli kl. 9.00 ásamt hópi gesta á vegum HB Granda hf. Flogið var með FÍ vél austur. Ný frystigeymsla HB Granda hf. var skoðuð svo og loðnuhrognavinnsla fyrirtækisins. Flogið var aftur suður kl.14.00 og lent í Reykjavík kl. 15.00. Þetta var í alla staði ánægjuleg og skemmtileg ferð. Þetta er snotur lítill bær og býður af sér góðan þokka. Íbúafjöldinn í sveitarfélaginu er um 700 manns. Sveitarstjóri er minn gamli vinnufélagi úr fjármálaráðuneytinu, fjárlaga- og hagsýslustofnun Þorsteinn Steinsson. Annar góður fyrrum vinnufélagi Vilhjálmur Vilhjálmsson hefur komið mikið að þessu uppbyggingar verkefni. Hafnaraðstaðan er orðin mjög góð þarna. Þessi uppbygging HB Granda hf. er mikil lyftistöng fyrir sveitarfélagið og á eftir að efla stöðu þess í framtíðinni. Það er óhætt að taka undir það að forráðamenn HB Granda hf. hafa sýnt mikla framsýni og þor í uppbygginu aðstöðunnar sérstaklega í ljósi þeirrar óvissu sem var um það hvort að yfir höfuð yrði loðnuveiði á þessari vertíð.
Loðnuhrogn.
Ég hef ekki komið til Vopnafjarðar í sautján ár. Ég kom þarna á hverju sumri í fjögur ár í tengslum við veiðiferðir í Vesturárdal í Vopnafirði, sem voru miklar ævintýraferðir á sínum tíma. Staðurinn einstaklega fallegur að sumarlagi og Vesturárdalur unaðsreitur, þótt áin jafnist væntanlega ekki á við hinar þekktari árnar þarna, Selá og Hofsá. Maður tóktvo daga í það að keyra austur var þarna við veiðar í fjóra daga og svo aftur tvo daga í bæinn. Það munar miklu að geta skotist þetta fljúgandi. Flugið var í alla staði hið þægilegasta þótt töluverður vindstyrkur væri.
Í gærdag fór ég í örstutta heimsókn til Vopnafjarðar. Lagt var af stað frá Reykjavíkurflugvelli kl. 9.00 ásamt hópi gesta á vegum HB Granda hf. Flogið var með FÍ vél austur. Ný frystigeymsla HB Granda hf. var skoðuð svo og loðnuhrognavinnsla fyrirtækisins. Flogið var aftur suður kl.14.00 og lent í Reykjavík kl. 15.00. Þetta var í alla staði ánægjuleg og skemmtileg ferð. Þetta er snotur lítill bær og býður af sér góðan þokka. Íbúafjöldinn í sveitarfélaginu er um 700 manns. Sveitarstjóri er minn gamli vinnufélagi úr fjármálaráðuneytinu, fjárlaga- og hagsýslustofnun Þorsteinn Steinsson. Annar góður fyrrum vinnufélagi Vilhjálmur Vilhjálmsson hefur komið mikið að þessu uppbyggingar verkefni. Hafnaraðstaðan er orðin mjög góð þarna. Þessi uppbygging HB Granda hf. er mikil lyftistöng fyrir sveitarfélagið og á eftir að efla stöðu þess í framtíðinni. Það er óhætt að taka undir það að forráðamenn HB Granda hf. hafa sýnt mikla framsýni og þor í uppbygginu aðstöðunnar sérstaklega í ljósi þeirrar óvissu sem var um það hvort að yfir höfuð yrði loðnuveiði á þessari vertíð.
Loðnuhrogn.
Ég hef ekki komið til Vopnafjarðar í sautján ár. Ég kom þarna á hverju sumri í fjögur ár í tengslum við veiðiferðir í Vesturárdal í Vopnafirði, sem voru miklar ævintýraferðir á sínum tíma. Staðurinn einstaklega fallegur að sumarlagi og Vesturárdalur unaðsreitur, þótt áin jafnist væntanlega ekki á við hinar þekktari árnar þarna, Selá og Hofsá. Maður tóktvo daga í það að keyra austur var þarna við veiðar í fjóra daga og svo aftur tvo daga í bæinn. Það munar miklu að geta skotist þetta fljúgandi. Flugið var í alla staði hið þægilegasta þótt töluverður vindstyrkur væri.
sunnudagur, 18. febrúar 2007
Hreyfiafl framtíðar.
Jæja, ekki bloggað í viku. Enginn hefur þó saknað þess það best ég veit. Ástæðan fyrir þessu dugleysi er að maður hefur haft meira en nóg að gera við tímann annað en að hanga í tölvunni alla daga.(glens) Annars datt ég í sagnfræðipælingar í vikunni sem ég get ef til vill sagt ykkur frá síðar. Ég hef legið í bókum sem fjalla um ofanverða 19. öld og byrjun 20. aldar. Nánar tiltekið frá ca. 1870 til 1918. Sögusviðið hefur verið Ísafjörður, Stykkishólmur, Reykjavík, Akureyri og Kaupmannahöfn. Aðalpersónurnar hafa verið Jón Sigurðsson, Jón Guðmundsson ritstjóri, Ásgeir Ásgeirsson skipstjóri, Ásgeir G Ásgeirsson, Hannes Hafstein, Gilsbakkabræður þeir Hjörtur, Þorvaldur, Grímur og Árni, Tryggvi Gunnarsson, Matthías Jochumsson, Einar Benediktsson og fl. Ég rakst á þessa tilvitnun í bók Guðjóns Friðrikssonar um Hannes Hafstein, Ég elska þig stormur:".. Þar sem rafmagnið felur í sér hreyfiafl framtíðarinnar hlýtur Ísland einnig að gera sig þar gildandi. Í gamla daga, þegar allir höfðu sömu vopn, gátu Íslendingar verið með eins og hverjir aðrir. Með krafti fossanna eiga Íslendingar nú möguleika á að ná sömu vopnum og aðrar þjóðir og er það skömm þeirra ef þeir nýta sér þau ekki." Vá, hvílík orðsnilld og framsýni. Hvar eru foringjar okkar í dag sem eiga að halda þessu merki HH á lofti. Á að fórna framtíðar hagsmunum þjóðarinnar og búa til eitt stöðnunar tímabilið enn í orkumálum. Hefur enginn foringi dug til að ganga fram fyrir skjöldu og standa vörð um nauðsyn þess að fá að virkja "hreyfiafl framtíðarinnar." Verðum við nauðsynlega að fara aftur í það dugleysis rassfar eins og var á áttunda og níunda áratugnum í orkunýtingarmálum. Eru allir búnir að gleyma hvað þurfti til að rétta kúrsinn og koma skútunni á réttan kjöl að nýju? Við verðum að ná farsælli lendingu í þessu máli og koma í veg fyrir að afturhaldið ná "framtíðarvopnum" okkar. Kveðja.
sunnudagur, 11. febrúar 2007
1001 dagur.
Eftir þúsund og einn dag sagði teljarinn á þessari heimasíðu að 20 þúsund sinnum hefði þessi síða verið heimsótt. Tuttugu heimsóknir á dag að meðaltali. Á síðustu mánuðum hefur orðið sprenging í bloggi á Íslandi. Bloggurum hefur fjölgað mikið og verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig þessi bylgja þróast. Mjög margir þeirra sem blogga á blog.is eru að blogga um dægurmálin almennt og eru margir eins konar "kolomistar" fyrr Mbl. Blogg vafstur mitt byrjaði sem fikt til að nálgast yngri kynslóðina sem var á kafi í blogginu. Markhópurinn var eigin börn, tengdabörn, foreldrar, systkini, frændur, frænkur og vinir. Hinsvegar hefur ekkert verið gert til þess að vekja athygli markhópsins á síðunni. Þetta hefur svona síast út hægt og rólega. Miðað við þá sem helga sig hinum "stóru" málum líðandi stundar fær maður stundum á tilfinninguna að boðskapur annálsins sé heldur léttvægur og sjálfhverfur. Um það læt ég annars lesendur um að meta og dæma. Í upphafi námsferlis síns í framhaldsskóla einum voru nemendur beðnir um að lýsa sér með því að teikna sig. Það var afar misjafnt hvernig þeir gerðu það. Allt frá því að teikna sig sem naktar fígúrur á útopnu í það að vera í kyrrstöðu og í öllum sínum fötum. Þannig eru blogg síðurnar. Sumir eru á útopnu og leitandi, aðrir skrifa af meiri varfærni, fjöldinn allur er fræðandi, enn aðrir eru með sína patent lausnir á vandamálum líðandi stundar og jafnvel út fyrir það. Einstaka skammast út í allt og alla og aðrir reyna að gera gott úr. Blogg "flóran" er með ólíkindum. Maður hefur hrifst með þessari bylgju og haft gaman af því eignast bloggvini og fengið kveðjur frá fjarlægum ströndum. Á þessari síðu verður áfram leitast við að sýna mannúð og mildi í skoðunum, jafnvel þótt dyggir lesendur kvarti stundum undan því að efnisval sé ekki nógu krassandi. Áfram verður ritstjórnarstefnan með svipuðu sniði og undanfarin ár. Á meðan ritstjórinn hefur gaman af þessu pári. Dyggum lesendum er þökkuð samfylgdin og boðið að tjá sig í "commentakerfinu" svo framarlega sem það er gert af kurteisi og hófsemd. Kveðja.
miðvikudagur, 7. febrúar 2007
Lendingarstaður UFO eða hvað?
Það er ekki svo langt síðan ég tók eftir því eitt heiðskýrt kvöldið að niður í dal var búið að setja upp gríðarlega ljóskastara sem lýstu upp stóran grænan flöt og lýsingin hlýtur að sjást langt upp í himinhvolfið. Nágranni minn sagði mér í óspurðum fréttum að þetta væri nýjasta afrekið hans Gunnars okkar, sígrænn íþróttavöllur fyrir leikglaða pilta og stúlkur í HK. Nú nokkur kvöld hef ég horft á þennan völl upplýstan í næturmyrkrinu. Satt best að segja er ég farinn að efast að þetta geti verið íþróttavöllur. Allavega sést þar aldrei nokkur maður í fótbolta þrátt fyrir alla lýsinguna. Það hefur hvarflað að mér að þetta sé dulbúinn lendingarstaður fyrir geimskip. Hann minnir um margt á lendingarstaðinn í bíómyndinni sem sýnd var hér um árið "Náin kynni af þriðju gráðu" með Richard Dreyfus í aðalhlutverkinu. Nú svo heyrir maður stundum á næturnar í fljúgandi vélum yfir dalnum. Hef nú reyndar talið að þetta væru þyrlur að lenda hjá Borgarspítalanum, ef til vill eru þetta bara UFO? Getur verið að bæjarstjórinn hafi ákveðið að byggja fyrsta lendingastaðinn á Íslandi fyrir geimverur eða UFOa og hafi dulbúið hann sem íþróttavöll? Af hverju skyldi hann hafa gert það, kann einhver að spyrja. Nú hann sér nú lengra en flestir menn og svo gæti hann verið að skáka sjálfum Davíð við sem byggði eftirlíkingu af UFO upp á Öskjuhlíð. Ef myndin heppnast sem hér fylgir með rennur hún frekari stoð undir þessar pælingar mínar. Kveðja.
sunnudagur, 4. febrúar 2007
Sitt lítið af hverju.
Þá er HM 2007 lokið. Botninn datt úr þessu öllu eftir leikinn við Dani. Þetta var ágætis skemmtan og dægrastytting meðan á mótinu stóð. Það er annars kominn hér snjór yfir allt. Maður var farinn að halda að það væri komið vor. Ég sá annars stærðar fuglaský yfir dalnum í byrjun vikunnar. Þúsundir af fuglum sem flugu í þéttu skýi yfir dalnum og mynduðu allslags form á himni. Þetta hafa örugglega verið starrar að koma í dalinn. Ótrúlegt náttúrufyrirbæri. Sá reyndar svipað ský í fyrra enn stærra, en það var aðeins vestar og yfir í Öskjuhlíðinni. Hér kom í heimsókn í gær Vala Birna. Hún var hjá okkur smá tíma og kunni því bara vel. Hún er orðin eins árs og rétt við það að fara að ganga. Valdi og Stella eru í Svearíki að heimsækja Hjört, Ingibjörgu, nafna og Jóhannes Erni. Nú fer að styttast í að þau flytji í nýja húsið sitt í Hammar. Björn og Gunnhildur eru komin frá Florida og Sunna farin til síns heima, en hún var hérna hjá okkur á meðan. Fórum í heimsókn til prestshjónanna í gær og ræddum málin fram og til baka. Það fer ekki milli mála að kosningar nálgast. Hitastigið í pólitíkinni fer ört hækkandi þessa dagana. Jæja hef þetta ekki lengra. Kveðja.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)