fimmtudagur, 21. júní 2007

Á ferð til Mallorka.

Á Pilary de Plaja.Ég held þetta sé skrifað svona þetta er allavega við ströndina á Mallorka þar sem við bjuggum í "þýska" hverfinu. Þetta er tekið þegar við hittum Sigrúnu á ströndinni. Við vorum þarna töluvert á röltinu ásamt þúsundum annarra. Hafgolan dregur úr hitasvækjunni og gerir dvölina léttari. Hiti var svona að jafnaði um 26°C, nema síðasta daginn þá rauk hann upp í 34°C vegna hitabylgju sem kom frá Sahara. Við vorum á Mallorka í viku fórum 11. júní og komum til baka 18. júní.





Stytta Frédéric Chopin. Einn af hápunktum ferðarinnar til Mallorka var heimsókn í safn Chopins í Valdimossa. Fórum á tónleika þar sem lögin hans voru leikin á píanó. Nutum útiverunnar í frábæru veðri og umhverfi. Skoðuðum klaustrið sem hann bjó í ásamt franska rithöfundinum George Sand (kona). Þaðan lá leiðin til Soller sem er yndislegur hafnarbær við austurströndina. Horfðum á fiskibáta koma til hafnar með afla sinn og keyrðum um fjallahlíðar hlustandi á lög Chopin. Hann bjó að vísu aðeins þrjá mánuði á Mallorka. En samdi þar nokkur lög og þeir hafa gert minningu hans verðug skil, en hann var Pólverji. Hann var lungnaveikur þegar hann kom og læknar töldu að dvölin gæti gert heilsu hans gott. Mallorkabúar tók honum og Sands og börnum hennar tveimur frekar illa en það er önnur saga. Chopin fæddur 1810 og lést 1849.

Á ferðinni. Þetta er við götuna fyrir framan hótelið sem pabbi og mamma bjuggu. Með þeim á hóteli voru Þórunn systir og Svenni mágur með Júlíusi. Sigrún, Unnur frænka og Helga vinkona hennar. Didda vinkona Þórunnar með Ými og Yrsu. Svo var í daglegu kompaní með hópnum hann Helgi með ömmu sína, en þau hafa verið síðastliðin þrjú ár í slagtogi með þessu gengi þar sem þau hafa alltaf verið á ferðinni á sama tíma. Þetta var samstilltur hópur sem brallaði ýmislegt saman. Mikil uppbygging túrisma og samgöngukerfis hefur átt sér stað á Mallorka á undanförnum árum. Það leynir sér ekki. Lítið virðist við að vera inn í landi í þorpunum fjarri ströndinni. Þarna má finna margt áhugavert að skoða fyrir þá sem ekki eru mikið fyrir það að liggja mikið á ströndinni.




Í Porto Cristo. Við fórum að sjálfsögðu í Drekahellana sem eru rétt hjá bænum Porto Cristo. Hér má sá Sirrý með unga fólkinu í ferðahópnum sem öll fóru í Drekahellana. Sagt er að enginn hafi komið til Mallorka nema hafa heimsótt þá. Borðuðum hádegisverð í Porto Cristo. Þarna má sjá Helgu, Unni, Guðfinnu, Sirrý, Júlíus og Sigrúnu. á leiðinni komum í Majorica perlugerðina og glerverksmiðju. Majorica perlur eru heimsþekktar, en þær eru ekki ekta perlur heldur góðar eftirlíkingar. Svo virðist sem töluverð gróska sé í perluframleiðslu á eyjunni.







St. Magdalenu kirkja. Keyrðum hátt upp á fjallstopp til að líta augum kirkju St. Magdalenu. Hér má sá sr. Hjört fyrir framan kirkjuna. Þetta er önnur kirkjan sem ég kem í sem helguð er Maríu Magdalenu. Hin kirkjan er eins og dyggir lesendur vita í Véseley í Frakklandi. Við heimsóttum líka Basilicu Ave Maríu eða heilagrar guðsmóður í Lluc og er það mjög glæsileg kirkja. Mun tilkomu meiri en kirkja Magdalenu. En minnir okkur á að hlutverk hennar í kristindómnum er stærra (sjá vangaveltur um styttu hennar í Vézeley) en margir hafa viljað vera láta. Keypti aðra styttu af M. M. á Mallorka þar sem hún heldur á kaleik eða öllu heldur vasa. Tár renna niður kinnar hennar og eru augljóslega að renna niður í vasann. Þetta snýr að sorg hennar yfir missi hans og því að hann dó á krossinum. Eftirminnilegt að hafa prestinn með í þessari ferð til að útskýra það sem fyrir augu bar í kirkjunum. Það gefur svona pælingum að sjálfsögðu margfallt vægi að hafa kennimann með í för sem getur útskýrt margt af því sem kemur í upp í huga leikmannsins.

Engin ummæli: