laugardagur, 30. júní 2007

No air flow.

Á tveimur stöðum verð ég að loka fyrir ferskt loftflæði inn í bílinn minn á keyrslu. Annar staðurinn er Hvalfjarðargöngin. Spölur tímir ekki að blása út mengunina í göngunum og því verður maður að vera fljótur að loka fyrir "air flow" áður en keyrt er niður í göngin. Hinn staðurinn sem ég verð að grípa til sömu ráðstafana er þegar við rúntum niður Laugaveginn. Eftir að reykingabannið tók gildi á skemmtistöðunum hafa gestir þeirra raðað sér út á gangstéttina meðfram veginum til þess að reykja. Mengunin er svo mikil að það er ekki um annað að ræða en að loka fyrir loftsstreymið. Svona er Laugavegurinn í dag. Ég þori að veðja við ykkur að fyrr verður bannað að reykja á gangstéttum við Laugaveginn en að settur verði upp mengunarbúnaðar í göngin. Umhugsunarefni fyrir reykingamenn sem eru að hugsa um að hætta að reykja. Kveðja.

Engin ummæli: