föstudagur, 1. júní 2007

Erla Hlín stúdent.

Annállinn óskar Erlu Hlín Henrýsdóttur til hamingju með stúdentsprófið frá MR í dag. Þar er á ferð ung og glæsileg efnisstúlka sem ýmislegt er til lista lagt. Vorum boðin í mikla veislu heima hjá henni í dag. Sirrý fór svo í afmæli til vinnufélaga. Fréttir hafa borist af Axel bróður hann fer til Gautaborgar 3. júní og verður þar í þrjá daga með Axel jr. Hann gistir á þessu glæsihóteli rétt hjá leiktækjagarðinum Liseberg. Að ferðast með stíl það kann Axel. Nú síðar í mánuðinum mun hann fara til Spánar í frí með Rannveigu og Axel jr. Þar mun hann gista á Hótel Deloix Habitat sem er nýtt frábært 4 stjörnu hótel í Benidorm. Nú hefur tekið gildi reykingabann á veitingahúsum. Þeir sem vilja reyna að hætta að reykja bendi ég á eldra blogg mitt þar um sem má finna hér: Hætta að reykja. Annars lítið annað að frétta í bili. Kveðja.

Engin ummæli: