mánudagur, 25. júní 2007

Lilja Vestmann Valdimarsdóttir skírð.

Foreldrar ásamt öfum og ömmum og langafa.
Í gær var efnt til veislu í tilefni þess að litla yngismærin okkar hún Lilja Vestmann Valdimarsdóttir var skírð í Kópavogskirkju. Prestur var séra Hjörtur Hjartarson langafi. Undirleikari við athöfnina var Sveinn föðurafinn og kirkjugestir sungu með. Rakel móðuramma hélt á barni undir skírn. Bjarni móðurafi las ritningarlestur, Hjörtur föðurbróðir og Andrea móðursystir voru skírnarvottar. Agnes móðursystir var sérstakur aðstoðarmaður prestsins. Athöfnin var öll hin ljúfasta og síðan var barninu haldin veisla. Þetta var bjartur og skemmtilegur sumardagur sem lengi verður hafður í minnum. Kveðja.

Foreldrar og Rakel amma með Lilju. Stoltir foreldrar og amma með Lilju við altarið í Kópavogskirkju að athöfn liðinni.











Amma Sirrý og Lilja. Jæja, það er loksins að maður fær svona nærmynd af manni í fanginu á ömmu Sirrý. Það er eins og karlinn hann afi sé eitthvað feiminn við mann.











Afi Sveinn við píanóið. Svei mér þá ef afi minnir ekki aðeins á Elton í prófíl þarna við píanóið. Spilaði nokkur lög fyrir athöfn og svo skírnarsálminn.

Engin ummæli: