föstudagur, 29. júní 2007

Dagar í sól og sumaryl.

Þetta eru ljúfir dagar í sól og sumaryl. Höfum getað notað grillið og pallinn til að gera okkur dagamun. Það rignir á Englendinga og ekkert sérstakt veður í nágrannalöndunum. Heppnin er nú stundum okkur í hag. Annars lítið í fréttum héðan maður er í vinnu og horfir á sumarið út um gluggan. Það er helst í fréttum að öfgamenn hafa orðið uppvísir að því að koma fyrir bílum með sprengiefni í Lundúnum. Það er lítið hægt að segja annað um þetta en að þessi veröld sem við lifum í er vitfyrrt. Þrátt fyrir allar framfarir er mannskeppnan en að myrða og drepa fólk um allan heim. Við höfum ekkert lært af hildarleikjum mannkynssögunnar. Annars bar það helst til tíðinda í vikunni að Sveinn mágur átti 55 ára afmæli. Prestshjónin fóru í góða ferð vestur á firði. Hjörtur er farinn að vinna. Valdimar er á fullu í vinnu og Sigrún er líka að vinna á elliheimilinu. Hún fer fljótlega til Lundúna með Hildu frænku sinni. Kveðja.

Engin ummæli: