sunnudagur, 3. júní 2007

Í sumarbústað fyrir austan fjall.

Sápukúlublástur.
Við sendum sjómönnum kveðjur á sjómannadaginn. Það er nú ekki beint veður til útihátíðarhalda í dag. En enginn er verri þótt hann vökni aðeins. Nú í gær fórum við austur fyrir fjall og heimsóttum Hjört, Ingibjörgu og strákana þeirra. Þau eru þar í sumarbústað næstu daga rétt hjá Hveragerði. Áttum með þeim góðan dagpart. Það er erfitt að filma unga menn sem stoppa aldrei og eru þess utan ekkert fyrir það að láta taka af sér myndir. Hér er verið að eltast við sápukúlur sem Sigrún frænka býr til.


Í heitum potti.
Nú svo var það að busla í heita pottinum. Það er gaman að hafa heila sundlaug við húsið þegar maður er tveggja ára og ekkert vatnshræddur. Aðstaða í Ölfusbúðum er mjög góð og örugglega gott að hvílast frá amstsri dagsins á þessu svæði. Margt að skoða og sjá í nærliggandi bæjum.








Jóhannes með m og p. Hér er mynd af Hirti og Ingibjörgu með Jóhannes Erni. Sá litli er alltaf glaður og hress. Við fórum í bæinn um kl. 22.00. Þá var komin svarta þoka á Hellisheiðinni og náði þokan alla leið niður í byggðir.

















Ingibjörg og foreldrar. Hér má sjá forelda Ingibjargar sem einnig komu í heimsókn.














Sirrý, Jóhannes Ernir og Hjörtur. Mynd af þremur ættliðum. Svipmótið leynir sér ekki.














Nafnarnir. Góð mynd af þeim Jóhannesunum tveimur í sveitinni.

Engin ummæli: