sunnudagur, 10. júní 2007

Vikan sem leið.

Það hefur verið í mörgu að snúast undanfarna daga og lítill tími gefist til að blogga. Á föstudaginn var ég á formóti Rótarý í Reykjanesbæ og svo var umdæmisþingið í gær. Vorum í gærkvöldi á lokahófinu sem haldið var í Svartshengi hjá orkuveri þeirra Suðurnesjamanna. Á föstudagskvöldið sat ég rótarýfund í Reykjanesbæ. Minnisstæðasta heilræðið kom frá Texsasbúa sem mættur var til þess að ávarpa fundinn fyrir hönd alþjóðaforsetans. Heilræði hans voru þessi: If it´s going to be, it is up to me. Þetta er nú svona það helsta. Hjörtur og Ingibjörg fóru með drengina norður á Akureyri. Þau eru þar í íbúð sem þau fengu leigða. Við fórum í dag og heimsóttum Valda og Stellu og litlu stúlkuna og Vélaugu og Sigurð. Meira síðar. Kveðja.

Engin ummæli: