sunnudagur, 1. júlí 2007

Borgarnes, Skaftártunga og Fjallabak nyrðra.

Jóhannnes Ernir og amma Sirrý. Við skelltum okkur upp í Borgarnes í dag til þess að heimsækja Svein Hjört og Jóhannes Erni. Okkur var boðið í kaffi til afa og ömmu Ingibjargar. Veðrið var hreint frábært þetta í kringum 20°C. Þeir höfðu mikla ánægju að hitta hvor annan sr. Hjörtur og Guðmundur. Margt og mikið skeggrætt.







Hjá gróðurhúsinu. Við skoðuðum blómin hennar Ingibjargar eldri í gróðurhúsinu og garðinum. Ótrúleg litaskrúð og fallegur garður. Það var mikið að gera há Sveini Hirti við að vökva blóm langömmu.









Svana - eða Álftavatn. Ég er ekki klár á nafninu. Þetta vatn er á fjallabaksleið nyrðri. Við skelltum okkur norður fyrir eftir stutta heimsókn í Skaftártunguna í gær til þess að ræða við Val bónda um leigumál og fleira því tengt. Fegurðin á þessari leið í svona veðri er ólýsanleg í orðum.









Skaftártunga. Hér er af hæsta tindi sem ég man ekki hvað heitir horft yfir Skaftártunguafrétt og víðar um Suðurland.











Við Höllubústað. Hér eru Örn og Halla, Gunnhildur, Sirrý og Björn í forgrunni. Við litum við hjá Höllu og Erni áður en við lögðum á fjallabakið.










Reynisdrangar. Þetta er falleg sýn. Kunnugir þekkja áhuga minn á þessu myndefni. Kveðja.

Engin ummæli: