föstudagur, 6. júlí 2007

St. Pétursborg heimsótt.

Boðinn velkominn til St. P. Við erum þessa dagana stödd í St.Pétursborg í Rússlandi. Við sækjum heim 6. þing evrópskra öldrunarfræðinga. Sirrý situr ráðstefnuna en ég er fylgifiskur. Við komum hér í gær og búum á hóteli í bænum fjarri sjálfu ráðstefnuhótelinu og förum í lest og strætó á milli sem hefur gengið mjög vel. Ég fór í dag í skoðunarferð til Petrohof sumarhallararinnar sem er hér rétt utan borgrinnar. Fékk þar góðan fyrirlestur um rússnesku keisarfjölskylduna og kynnti mér lifnaðarhætti hennar ásamt þúsundum annarra túrista. Í kvöld fórum við á galakvöldverð í stórglæsilegum sal mannfræðisafnsins hér í borg. Sveimérþá þar eru þeir með fresku af Gísla á Uppsölum! St. Pétursborg kemur mjög á óvart. Gerðum okkur ekki grein fyrir því hvað borgin er stór og margbrotin á 43 eyjum. Hún var höfuðborg Rússlands í yfir 200 ár. Íbúafjöldi hér er um 4,5 milljónir manna. Það er kaotísk stemming hér í borginni en þetta gengur samt allt einhvernveginn upp. Jæja ég segi ykkur betur frá því seinna. Bestu kveðjur héðan til ykkar allra. ps. svo er ég að leita að mynjagrip um geimafarann Gagarín en hef ekkert fundið enn.

Engin ummæli: