sunnudagur, 8. júlí 2007

Enn fréttir frá St. Pétursborg.

Spjallað um rannsóknir. Í morgun fórum við kl. 8.00 á ráðstefnuna. Skiptum liði til þess að ná upplýsingum af mismunandi sviðum öldrunarfræðanna. Ég fór á hjálpartækjafyrirlestra og Sirrý á umfjöllun um mjúku málin, sem þó geta verið ansi hörð þegar verið er að tala um ofbeldi gegn öldruðum. Svo stóðum við hjá "pósternum" í hádeginu og Sirrý spjallaði við áhugasama um rannsóknina. Nú síðdegis fórum við með Jóni Eyjólfi og kynntum honum hvernig neðanjarðarlestarkerfið virkar. Vorum svolítið grobbin að geta leitt hann af nokkru öryggi niður í bæ. Þar hittum við Hjördísi konu hans. Við ætlum á ballett sýningu í kvöld að sjá Rómeó og Júlíu. Annars höfum við verið að rölta á Nevský prospekt(Laugavegurinn og Austurstrætið þeirra) seinni partinn í góða veðrinu. Finnarnir eru farnir til síns heima og svolítill tómleiki að lokinni ráðstefnunni. Maður er frekar heftur vegna þess að maður getur ekki lesið vegvísa eða aðrar upplýsingar og skilur ekkert. Kveðja.

Engin ummæli: