laugardagur, 14. júlí 2007

Dýrðardagar.

Borg á Mýrum séð frá Borgarnesi.
Sumardagarnir eru yndislegir. Sól, sól, hiti, hiti og meiri sól. Það er ekki hægt að biðja um meira. Í gær var skotist austur fyrir fjall eftir vinnu til þess að athuga hvað Helgi og Kolli væru búnir að veiða mikið í Iðu. Aðeins einn lax var kominn á land og hafði Kolli fengið hann. Það var svona norðaustan vindur allt að því rok á Iðusvæðinu og skýjað. Nú var það höfuðborgarsvæðið sem hafði vinninginn. Í morgun fórum við upp í Borgarnes að heimsækja afa - og ömmustrákana okkar og Ingibjörgu og fólkið hennar. Sama góða fallega veðrið í Borgarnesi og hér í bænum. Í dag komu hér í heimsókn Hilda og Vala. Við fórum í bæinn í kvöld og enduðum hjá foreldrum mínum í kvöldheimsókn til að ræða málin. Alltaf gott að taka stöðuna í dægurmálunum. Kveðja.

Engin ummæli: