föstudagur, 27. júlí 2007

Í Garðsbúð á Snæfellsnesi

Minnernas kamin.
Við skelltum okkur vestur á Snæfellsnes um síðustu helgi í sumarhús LÍÚ. Húsið sem við gistum í heitir Garðsbúð. Þegar ég fór í gegnum gestabækur hússins sá ég 16 ára gamla færslu sem ég skrifaði þegar ég gisti í þessum bústað síðast. Óneitanlega vakti þetta upp ýmsar gamlar minningar frá þessum tíma þegar við vinnufélagarnir fórum nokkrar hvítasunnuhelgar í röð að gera bústaðina klára fyrir sumarið.






Hellnakirkja. Ein kirkjan í safnið. Bústaðirnir eru á Hellnum. Við komum þarna fyrst 1986 og á hverju ári í mörg ár, en síðastliðin 10 ár eða svo höfum við ekki komið að Hellnum. Mikið hefur breyst á þessum tíma og byggingum fjölgað. Veðrið lék við okkur og við notuðum tímann til þess að fara í gönguferðir um staðinn.








Við Maríulind. Foreldrar mínir komu í heimsókn til okkar. Röltum við niður að Maríulind. En þar mun hún hafa birtst Guðmundi Arasyni biskup árið 1230. Ábúendur settu styttu af Maríu mey við lindina árið 1989 og er þessi staður fjölsóttur af fólki.










Sirrý amma með Jóa og Svenna.Ingibjörg og Margrét komu í heimsókn með afa- og ömmustrákana. Það var að sjálfsögðu fjör á Læk á meðan á heimsókn þeirra stóð.










Bryggjurúntur á Hellissandi. Við keyrðum um Snæfellsnesið út á Hellissand og Rif og til Ólafsvíkur. Auðvitað var tekinn bryggjurúntur í leiðinni eins og sjá má á þessari mynd. Mikið af kríu á vestanverðu nesinu.









Gufuskálavör. Við skoðuðum þessa gömlu vör við Útskála. Víða má sjá minjar liðinna útgerðarhátta svo sem í Dritvík og á Djúpalónssandi. Við fórum til Ólafsvíkur og heimsóttum Hermann og Eddu. Nú á þriðjudaginn fórum við aftur í bæinn. Sigrún var að byrja í vinnunni aftur. Hér var afmæli í gær í tilefni þess að heimasætan varð 20 ára. Ingibjörg hefur verið í heimsókn hjá okkur með Svenna og Jóa. Þetta eru svona helstu fréttir úr fríinu. Kveðja.

Engin ummæli: