miðvikudagur, 11. júlí 2007

Lækjabotnar og hagfræðiráðstefna.

Félagar og Sirrý. Í gær fórum við í áburðardreifingu á landspildu upp í Lækjarbotnum sem er í umsjón Rótarýklúbbs Kópavogs ásamt félögum. Fórum svo kynnisferð um Heiðmörkina í hreint frábæru veðri. Það var í borgarstjóratíð Gunnars Thoroddsens sem hafist var handa við gróðursetningu í Heiðmörk með þessum merkilega árangri.







Eafa ráðstefna. Síðustu tvo daga hef ég sótt ráðstefnu fiskihagfræðinga í Reykjavík. Athyglisverð ráðstefna um fiskihagfræði sem haldin er árlega. Á ráðstefnunni eru um 100 þátttakendur. Flest erindin voru mjög fræðilegs eðlis og byggðu á mikilli stærðfræði, en alltaf síast eitthvað inn þótt það sé að sjálfsögðu misjafnt. Til samanburðar má nefna að á ráðstefnunni um öldrunarmálin í St. Pétursborg er ekki fjarri lagi að hafi verið um 2000 þátttakendur. Annars er það helst í fréttum að veðrið leikur við okkur þessa dagana á meðan rignir heil ósköp víða í Evrópu. Kveðja.

Engin ummæli: