sunnudagur, 8. júlí 2007

Rómeó og Júlía.

Dönsurum fagnað í lokin. Af fjölmörgum skemmtilegum viðburðum í þessari ferð til St.Pétursborgar hallar á engan þeirra þótt því sé haldið fram að ballettsýningin Rómeó og Júlía við tónlist S. Prokofiev hafi verið hápunktur ferðarinnar. Sýniningin sem var í Alexander leikhúsinu var hreint stórkostleg og ekki skaðaði glæsileg umgjörð leikhússins sýninguna. Dramað í tónverkinu og dansinum verður vart lýst í örfáum orðum þannig að þið verðið taka mig trúarlegan. Við fórum ásamt Jóni Eyjólfi og Hjördísi verðandi tegndaforeldrum frænku minnar dóttur Möttu. Hér má lesa um hina íslensku uppfærslu á Rómeó og Júlíu sem við fórum á fyrir nokkrum árum. Hún fór nú enga sigurför um heiminn en hún var færð upp á svið í London. Það er þó allnokkuð.

Engin ummæli: