fimmtudagur, 17. apríl 2008

Litla systir fimmtug.

Við Þórunn Í dag 17. apríl var Þórunn Ingibjörg systir fimmtíu ára og óskum við henni til hamingju með það. Í tilefni af þessum tímamótum hélt hún mikla veislu. Ég man enn eins og það gerst hafi í gær þegar við fórum á sumardaginn fyrsta þ.e. 24. apríl 1958 að sækja hana á fæðingardeildina. Margt manna heiðraði hana á þessum tímamótum í dag. Alfa vinkona hennar hélt flotta ræðu og Júlíus sonur hennar spilaði tvö lög á píanóið. Þessi mynd af okkur er frá því við áttum heima í Víðihvamminum. Þetta er mynd sem tekin er sumarið 1972. Það hefur verið kalt í veðri þar sem ég er bæði í ullarvesti og lopapeysu um hásumar. Þegar farið var að leita að myndum af henni kom í ljós að hún hefur verið einstaklega lagin við að koma sér hjá því að festast á myndum. Með okkur á þessari mynd er ketlingurinn Pusý gæfur og vitur köttur. Kveðja.

Engin ummæli: