miðvikudagur, 9. apríl 2008

Flottasta raddsviðið.

Tenórinn. (Mynd KK) Sumir segja að tenórar séu svo sjálfhverfir.Það er tómt bull, þetta er bara flottasta raddsviðið. Ég ætla að sína ykkur mynd af tenórunum í Sköftunum sem æft hafa með kórnum í vetur. Að vísu vantar myndasmiðinn hann Kristinn, sem tók þessa mynd. Þarna má sjá Skúla,Svein,Pál, Kjartan, Jón og Hákon. Við höfum lengst af verið átta en nú erum við sjö sem mætum á æfingar. Kunnugir segja að þetta sé hlutfallslega margir tenórar í 27 manna kór. Nú styttist í söngferðalagið um Suðurland sem hefst föstudaginn 18.apríl og verður farið til Hafnar í Hornafirði. Annars lítið í fréttum. Hér komu um helgina Helgi og Ingunn á laugardaginn. Ía vinkona og Sólrún á sunnudaginn og Valdimar, Stella og Lilja á mánudaginn. Þannig að það hefur verið svolítið líf í kringum mann. Ég hélt í gær að það væri komið sumar en það reyndist á misskilningi byggt. Undanfarinn sólarhring hefur verið mikill snjór og vetrarveður, en það er eins og vorið sé að ná tökum á vetrinum. Nú hér er í heimsókn þessa daga hún Sunna hans Björns. Kveðja.

Engin ummæli: