þriðjudagur, 1. apríl 2008

Alexander Garðar fermdur.

Það bar helst til tíðinda um síðustu helgi að Alexander Garðar Axelsson bróðursonur minn var fermdur í Hjallakirkju. Við fórum til kirkju og síðan í kaffisamsæti honum til heiðurs enda erum við guðforeldrar hans. Annars er lítið að frétta héðan í bili. Við erum í sömu rútínunni frá degi til dags. Var að koma af söngæfingu með Sköftunum í kvöld. Kórstjórinnn segir prógrammið verða betra og betra. Vonandi að söngförin verði sigurför. Ég er að lesa fróðlega bók þessa dagana um goðafræði eða dulfræði sem fjallar um hversu samspil logos eða þekkingarinnar/rökhyggjunnar og mythos "orð af munni" eða goðsögnin er manninum nauðsynleg til að komast af í henni veröld. Ef til vill meira um það síðar. Kveðja.

Engin ummæli: