mánudagur, 5. maí 2008

Heim í heiðardalinn.

Jæja þá er maður kominn til baka í heiðardalinn. Nú er sumarið örugglega komið. Ferðin heim frá Kanada gékk vel. Merkilegt að maður skuli geta tollafgreitt sig hjá bandarískum yfirvöldum á flugvellinum í Montreal. Við hefðum ef til vill átt að bjóða upp á þetta líka hér um árið. Það hefði einfaldað þessar endalausu gegnumlýsingar á hverjum áfangastað. Ég missti af lokatónleikum Skaftanna þann 1. maí síðastliðinn. Það hefði verið gaman að "mússisera" með flotta bandinu og kórnum. Ég held að síðasti mánuður toppi alla aðra mánuði í lífi mínu varðandi tónlistariðkun, upplifun og þekkingaröflun. Pistlar í apríl bera þess glöggt merki og er þó ekki allt talið með s.s. fyrirlestur hjá Jónasi Ingumundarsyni í Rótarý um tónlist. Nú verður pása hvað það varðar allavega fram á haustið nema eitthvað ófyrirséð dúkki upp. Kveðja.

Engin ummæli: