laugardagur, 31. maí 2008

Á ráðstefnu um dragnót.

Ráðstefnugestir. Ég hef verið á mjög fróðlegri ráðstefnu um dragnótaveiðar í Reykjanesbæ á vegum Samtaka dragnótamanna og Fjölbrautarskóla Suðurnesja sl.tvo daga. Flutt voru mörg áhugaverð erindi um dragnótaveiðar og ýmislegt tengt slíkum veiðum. Fyrirlesarar og ráðstefnugestirnir komu víða að m.a. frá Kanada, Noregi Setlandseyjum, Skotlandi, Hollandi, Frakklandi og Namibíu auk Íslands. Jarðskjálftinn skaut þeim skelk í bringu í gær og líklega mun þeim seint líða þessi atburður úr minni. Niðurstaðan ráðstefnunnar var að dragnótin væri til þess að gera vistvænt og orkugrannt veiðarfæri.
Ólafur Björnsson. Í gær heiðruðu dragnótamenn Ólaf Björnsson fyrrum útvegsmann frá Keflavík í Duushúsi fyrir framlag hans í til varnar dragnótaveiðum á árum áður. Hann er vel ern þótt hann sé tímabundið í hjólastól vegna fótbrots. Í kvöld endaði ráðstefnan á umræðu þátttakenda um efnið og síðan var haldið í Salthúsið í Grindavík þar sem snæddur var sameiginlegur kvöldverður. Menn lýstu yfir almennri ánægju sinni með þessa ráðstefnu. Kveðja.

Engin ummæli: