fimmtudagur, 8. maí 2008

Sumarið kom með störrum og próflestri.

Það er komið sumar. Hér í Fossvogsdal er logn, heiðskírt og sól á lofti í dag. Sambýlisfólkið er ýmist að lesa undir próf eða lesa yfir próf. Maður verður að haga sér í samræmi við það. Meira að segja páfagaukurinn hann Hermann verður að láta farið lítið fyrir sér. Spilaði fyrir hann Föðurland mitt eftir tékkneska tónskáldið Smetana. Honum þótti það svo fallegt að hann söng hástöfum undir þar til nemandanum á heimilinu þótti nóg komið. Nú bíður hann í ofvæni eftir því hvort ég spili fyrir hann plötuna að nýju. Kveðja.

Engin ummæli: