miðvikudagur, 14. maí 2008

Það helsta.........

Hver hefði trúað því að harkalega hafi verið tekist um það þegar samþykkt var að koma á vatnsveitu í höfuðborginni árið 1909. Það er erfitt að ímynda sér það í dag. Þetta kom fram á Rótarýfundi sem ég sótti í gær. Svo var aðalfundur Skaftanna (Söngfélags Skaftfellinga) í gærkvöldi að loknu vetrarstarfi. Þetta hefur verið skemmtilegur vetur með nýjum stjórnanda og nýju lagavali. Mikið hefur verið sungið og farin ein góð ferð um Suðurland um heimaslóðir Skaftfellinga. Um helgina síðustu fórum við suður á Reykjanes og keyrðum um gamla hervöllinn. Miklu fleiri byggingar en ég hafði gert mér grein fyrir.Síðan fórum við þessa leið sem Stöð 2 benti á í fréttatíma sunnan við völlinn fram hjá Básenda og Stafnesi. Básendi hefur ekki verið aðgengilegur í áratugi.Það er mjög sérstakt landslag þarna, gróðursnautt og mikið af grjóti. Vel þess virði að kíkja á þetta sérstæða umhverfi. Kveðja.

Engin ummæli: