laugardagur, 30. ágúst 2008

Ný útfærsla af möndluköku

Ég var að prófsmakka nýja útfærslu af möndluköku í Bónus. Hún var flatri en eldri útfærsla og kremið rautt en ekki bleikt. Möndlukökur eru eitt af áhugamálum mínum. Þetta eru hversdagskökur sem fást víða en þeim er sjaldan haldið á lofti í umræðunni. Þær eru misjafnar af gæðum og bragði og það fer ekki alltaf eftir verðflokkum. Bestar eru möndlukökurnar jafnan í Björnsbakari á Skúlagötu en þær eru líka langdýrarstar þar kosta ca 800.-. Næst besta möndlukaka sem ég hef fengið var í Kristjánsbakarí á Akureyri fyrir mörgum árum. Hún hafði þá sérstæðu að kremið á henn var hvítt en ekki bleikt. Möndlukökurnar hjá Reyni bakara á Dalvegi eru ágætar og mun ódýrari en í Björnsbakarí. Algengastar eru möndlukökurnar frá Millunni og fást víða. Þær hefur mér ekki þótt neitt sérstakar þar til ég datt niður á það að skella þeim inn í mikróofninn í tvær mínútur og borða þær heitar með mjúku kremi. Þannig komast þær nálægt því að vera jafngóðar og í Björnsbakari, en þær eru meira en helmingi ódýrari. Þá er þess að geta að Kornið sem er mitt aðal bakarí er stundum með hátíðarútgáfur af möndlukökum en oftast eru þær ekki til. Stundum er Bónus með tilboð á möndlukökum. Reyndar hef ég grun um að sá sem er yfir möndlukökuframboðinu í Bónus sé sérstakur áhugamaður um möndlukökur eins og ég. Hann/hún er oft með tilboð á einmitt þessari kökugerð. Þá stenst ég ekki mátið og kaupi nokkrar til að eiga í frystinum. Nú og svo var verið að kynna þessa nýju útfærslu af kökunni í dag. Ástæðan fyrir því að möndlukökurnar eru bestar í Björnsbakari held ég að sé vegna þess að þeir nota egg í framleiðsluna. Hinsvegar hef ég einu sinni keypt möndluköku af þeim sem var engu líkari en að þeir hefðu misst möndludropna í baksturinn. Þessi möndluköku áhugi minni hefur orðið þess valdandi að í fjölskyldunni eru þær nefndar í höfuðið á mér, Svennakökur. Svona geta birtingarmyndir vanafastans verið. Kveðja.

Engin ummæli: