þriðjudagur, 12. ágúst 2008

Það er að koma haust.

Snemma í morgun fóru drengirnir okkar þeir Sveinn Hjörtur og Jóhanns Ernir ásamt móður sinni til Svíþjóðar. Það eru svona ákveðin kaflaskil í almanakinu þegar litlu baslararnir eru farnir til síns heima. Hér var mikið fjör í gær og ýmsir mættir til að kveðja þá bræður. Nú annars er lítið að frétta héðan. Vinnan hafin að nýju eftir sumarfrí. Það sem helst hefur plagað okkur undanfarið er mikill urmull geitunga sem hefur gert sig heimakomna á pallinum okkar. Þetta hefur ekki verið svona í mörg ár. Við höfum ekki getað rakið búið þeirra. Okkur sýnist þeir vera víðar en hjá okkur.
Ég missti af handboltaleiknum við Þjóðverja í beinni því miður. Þetta er aldeilis frábært hjá "strákunum okkar". Þau eru óhugnanleg þessi átök sem eru milli Georgíu og Rússa. Ég er sammála Bush forseta um það að þetta eigi ekki að geta átt sér stað á 21. öldinni. Kveðja.

Engin ummæli: