Allsång på Skansen. Talandi um sumarið sem nú er senn á enda þá sit ég hér og hlusta á þáttinn - Allsång på Skansen - í sænska sjónvarpinu í endursýningu. Þetta er uppáhalds sjónvarpsþáttur Svía yfir sumarmánuðina og sýndur í beinni. Þarna kirja þeir á Skansen í Stockhólmi öll yndislegu sumarlögin sín og syngja í sig gleði og lífskraft úr Allsångsheftinu. Þessari fínu stemmingu á Skansen sem klikkar aldrei er síðan dreift til allra landsmanna og ratar hingað. Heiðursgestir í þessum síðasta þætti var hljómsveit Abbameðlimsins Benny Anderson. Söngvari þetta kvöld var m.a. enginn annar enn Tommy Körberg. Síðasta lagið var "Stockholm i mitt hjärta". sem er kynningarlag þáttarins. Það er ekki laust við að það bresti lítill strengur í sálartetrinu þegar lagið er flutt í síðasta sinn og minningar sumarsins renna í gegnum hugann eina örskotsstund. Allt er tímatakmörkum háð: sumar, haust, vetur og vor. Það er sannarlega bót í máli að geta fylgst úr fjarlægð með sænsku þjóðlífi í gegnum sjónvarpið. Maður rifjar upp árin í Svíþjóð og nýtur þess sem sænska sjónvarpið hefur upp á að bjóða. Minnir mig einnig á það þegar við vorum að flytja heim frá Svíþjóð 1979 og ég spurði Hjört þá sex ára hvort hann væri ekki sáttur að flytja heim til Íslands: ,,Jú, jú pabbi minn þetta er allt í lagi. Við tókum með okkur sjónvarpið." Það tók hann smá tíma að skilja að við myndum ekki geta horft á sænska sjónvarpið á Íslandi. Það átti eftir að rætast aldarfjórðungi síðar það sem barninu þótti hinn eðlilgasti hlutur þá. Maður sér ekki alla hluti fyrir. Kveðja.
miðvikudagur, 13. ágúst 2008
Allsång på Skansen.
Allsång på Skansen. Talandi um sumarið sem nú er senn á enda þá sit ég hér og hlusta á þáttinn - Allsång på Skansen - í sænska sjónvarpinu í endursýningu. Þetta er uppáhalds sjónvarpsþáttur Svía yfir sumarmánuðina og sýndur í beinni. Þarna kirja þeir á Skansen í Stockhólmi öll yndislegu sumarlögin sín og syngja í sig gleði og lífskraft úr Allsångsheftinu. Þessari fínu stemmingu á Skansen sem klikkar aldrei er síðan dreift til allra landsmanna og ratar hingað. Heiðursgestir í þessum síðasta þætti var hljómsveit Abbameðlimsins Benny Anderson. Söngvari þetta kvöld var m.a. enginn annar enn Tommy Körberg. Síðasta lagið var "Stockholm i mitt hjärta". sem er kynningarlag þáttarins. Það er ekki laust við að það bresti lítill strengur í sálartetrinu þegar lagið er flutt í síðasta sinn og minningar sumarsins renna í gegnum hugann eina örskotsstund. Allt er tímatakmörkum háð: sumar, haust, vetur og vor. Það er sannarlega bót í máli að geta fylgst úr fjarlægð með sænsku þjóðlífi í gegnum sjónvarpið. Maður rifjar upp árin í Svíþjóð og nýtur þess sem sænska sjónvarpið hefur upp á að bjóða. Minnir mig einnig á það þegar við vorum að flytja heim frá Svíþjóð 1979 og ég spurði Hjört þá sex ára hvort hann væri ekki sáttur að flytja heim til Íslands: ,,Jú, jú pabbi minn þetta er allt í lagi. Við tókum með okkur sjónvarpið." Það tók hann smá tíma að skilja að við myndum ekki geta horft á sænska sjónvarpið á Íslandi. Það átti eftir að rætast aldarfjórðungi síðar það sem barninu þótti hinn eðlilgasti hlutur þá. Maður sér ekki alla hluti fyrir. Kveðja.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli