sunnudagur, 31. ágúst 2008

Kvenskörungur.

Annars hefur helgin liðið hjá sem örskotstund eins og venjulega. Markmiðið var að koma heilmiklu í verk en því miður hefur það ekki orðið sem skyldi. Á föstudagskvöldið var ég boðinn í 75 ára afmæli Guðrúnar Lárusdóttur útgerðarkonu í Hafnarfirði. Þar var m.a. boðið um á söng og tískusýningu. Vox Feminae (Rödd kvenna), sem Margrét J Pálmadóttir stjórnar söng nokkur lög. Þá héldu dætur Guðrúnar tískusýningu þar sem sýnd voru vesti og kjólar sem hún hefur hekklað í gegnum tíðina. Nú laugardagurinn fór í ýmislegt hér heima við. Í dag sunnudag var ég boðinn í Grænuhlíðina í bröns. Prófaði nýja píanóið hennar Laugu og svo hlustuðum við á nýja plötu sem er ættuð að vestan með lögum eftir Vilberg Vilbergsson. Ágætis tónlist valsar,tango, blues og jass. Hitti Valdimar og Lilju líka í Grænuhlíðinni. Nafni og pabbi hans hringdu frá Svíþjóð. Þetta er það helsta. Kveðja.

Engin ummæli: