þriðjudagur, 9. desember 2008

Úr dagsins önn.

Í kvöld héldum við Skaftarnir okkar árlegu jólatónleika á LSH - Grensásdeild og LSH -Geðdeild. Tónleikarnir tókust ágætlega en þó er mun skemmtilegra að syngja á geðdeildinni þar sem hljómburður er afburða góður. Hinsvegar er hljómburður afleitur á Grensásdeildinni. Þá er haust önnin í kórnum fullkomnuð og við komin í jólafrí. Ég er búinn að vera duglegur að mæta það sem af er vetri og hef haft gaman af. Kórinn er skipaður góðu söngfólki og mjög gefandi að taka þátt í starfinu. Í dag fór ég til Grindavíkur í jarðarför Tómasar Þorvaldssonar útgerðarmanns þess merka athafnamanns. Tómasi kynntist ég sem ungur maður er ég hóf störf fyrir samtök útvegsmanna. Kveðja.

Engin ummæli: