þriðjudagur, 23. desember 2008

Til móts við hátíðina.

Ég fór í skötuna á Hótel Loftleiðum í dag í hádeginu en Sirrý komst ekki vegna fótbrotsins. Þetta er orðinn árviss atburður að borða kæsta skötu á þessum degi eins og jafnan á æskuheimilinu. Ég hef gaman af því að strákarnir mínir vilja líka skötu á þessum degi. Fór með fyrra fallinu heim i dag og er búinn að vera önnum kafinn við jólaundirbúninginn. Sjóða rauðkál samkvæmt kúnstarinnar reglum að ég tali nú ekki um hangikjötið. Nú svo höfum við verið að hlusta á jólakveðjurnar í útvarpinu - alltaf jafn hlýlegar. Búinn að skreyta jólatréð þannig að þetta er allt að koma. Kveðja.

Engin ummæli: