sunnudagur, 14. desember 2008

Aftur á sunnudegi

Dagarnir líða fljótt. Þetta eru annasamir tímar í leik og starfi. Á fimmtudaginn var ég á jólafundi Rótarýklúbbs Kópavogs í vitlausu veðri. Turninn gékk fram og aftur í veðurofsanum. Tilfinningin var svipuð því að vera um borð í skipi út á rúmsjó. Sirrý varð fyrir því óláni í gær að fótbrjóta sig og er vonandi að hún jafni sig á því fljótt. Hjörtur og Ingibjörg komu með Svein Hjört og Jóhannes Erni í gær í jólafrí. Það eru sannarlega forréttindi að hafa sína nánustu í kringum sig á jólum. Maður fylgist með landsmálum og eftirmálum bankahrunsins af athygli.Það kemur æ betur í ljós hvað þetta áfall er alvarlegt og hversu óvarlega var farið og fífldirfskan mikil. Það er sorglegt að vita til þess að skellurinn skuli lenda svo þungt á fólki.

Engin ummæli: