þriðjudagur, 5. janúar 2010

Forsetinn vill þjóðaratkvæði

Ólafur Ragnar Grímsson. Þessi afstaða forsetans kom ekki á óvart í ljósi þess sem á undan hefur gengið. Helstu lögskýrendur segja nú í ljósi reynslunnar af fjölmiðlafrumvarpinu að hann hafi ótvírætt vald til að fyrirskipa þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Um sextíu þúsund manns skráðu sig á lista Indefence hópsins. Ég gerði það eftir að hafa horft á afgreiðslu Alþingis á frumvarpinu. Eins og tugþúsundir annarra var ég ekki sannfærður um að okkur beri að greiða þessa skuld á þeim kjörum sem gerð er krafa um. Nú verða stjórnvöld að kynna okkur málið og afstöðu sína þannig að fólk geti tekið upplýsta ákvörðun í framhaldinu. Nóg í bili. Kveðja.

Engin ummæli: