þriðjudagur, 19. janúar 2010

Kórstarfið á fullu

Mætti á kóræfingu í kvöld. Mikið framundan hjá kórnum og eins gott að reyna að mæta ætli maður að vera með í vetur. Nokkrir nýir félagar hafa bæst í hópinn og kórstarfið lofar góðu. Í maí fáum við í heimsókn sænskan kór sem við ætlum með austur á Klaustur í söngferðalag. Hef einnig verið duglegur í gönguhópnum síðustu vikur. Það er mikilvægt að halda sér virkum þessa dimmu vetrardaga. Þannig forðast maður best svarta hunda. Erum að syngja mjög fallegt lag í kórnum núna sem heitir Vorlauf eftir Hildigunni Rúnarsdóttur auk fjölda annarra skemmtilegra laga. Kveðja.

Engin ummæli: