laugardagur, 2. janúar 2010

Nýársganga


Í dag gékk ég góðan hring um Furulund í Heiðmörk með skaftfellskum Skálmfélögum. Meðfylgjandi mynd er af göngufélögum við jólatré sem er skreytt í tilefni jólanna í þessum lundi. Þetta var fyrsta gangan á nýju ári og vonandi eiga þær eftir að verða margar á árinu. Miðað við bifreiðafjöldann í Heiðmörk í dag virðist fjöldi fólks nýta sér þessa aðstöðu, en lítið verður maður var við þetta fólk, enda trágróður víða þéttur og svæðið stórt. Ég efast um að margt sé betra til heilsubótar en að ganga rösklega í svona skógarrjóðri. Súrefnið, angan trjánna að ég tali nú ekki um félagskapur göngufélaganna. Veðrið til útiveru var mjög gott. Stillt veður, frost og heiðskírt. Eitt af markmiðum mínum þetta árið er að komast í góða göngu um óbyggðir Íslands á komandi sumri. (Mynd: Kristinn Kjartansson)

Engin ummæli: