laugardagur, 2. janúar 2010

Mamma Gó Gó


Við fórum á nýju myndina hans Friðriks Þórs Friðrikssonar í kvöld, Mömmu GóGó. Myndin er einu orði sagt frábær. Hvet alla til að sjá hana. Nú fær Holliwood annað tækifæri til þess að veita Friðriki Óskarinn, ef þá hann vill þiggja hann. Ég ætla ekki að ræna ánægjunni af ykkur með því að fara segja frá efni hennar. En þessi mynd er vissulega þess virði að horfa á hana í góðum bíósal. Hér er engin amerísk "hamborgara framleiðsla" ala Holliwood á ferðinni. Friðrik heldur athygli áhorfandans allan tímann og kveður hann með margar spurningar og vangaveltur þegar upp er staðið. Leikur allur var fyrsta flokks. Kristbjörg Kjeld og Hilmir Snær Guðnason fara á kostum. Maður verður svo stoltur af því að vera Íslendingur þegar maður upplifir svona meistarverk. Til hamingju með þessa mynd Friðrik. Kveðja.

Engin ummæli: