mánudagur, 19. desember 2005

19. desember 2005

Það var helst í fréttum á þessum mánudegi að ömmubróðir minn Sveinn Sveinsson var jarðsunginn frá Kópavogskirkju. Blessuð sé minning hans. Prestur var sr. Hjörtur Hjartarson. Sveinn var 97 ára gamall. Eftir athöfnina í kirkjunni var erfidrykkja í félagsheimili safnaðarins. Við kynntumst Sveini þegar við bjuggum í Gautaborg á árunum 1975 til 1979. Heimsóttum hann oft á Bullegummansgatan og vorum í sjötugsafmælinu hans þar. Hann flutti 70 heim til Íslands og starfaði mörg ár eftir það hér heima við verslunarrekstur á Vesturgötunni. Hann stóð fyrir ættarmóti Gillastaðafólksins árið 1987. Þegar hann stóð fyrir því að heiðra minningu Sveins og Valgerðar á Gillastöðum. Við vorum í níræðsafmælinu hans árið 1998 sem hann hélt af miklum höfðingsskap. Annars var það pabbi sem var í miklum samskiptum við hann eftir að hann flutti að nýju til Íslands. Kveðja.

Engin ummæli: