laugardagur, 31. desember 2005

Við áramót.


Allt á sinn tíma, upphaf og endi. Nú árið er að líða í aldanna skaut. Þetta hefur verið viðburðarríkt ár, gott og gjöfult fyrir okkur hér í Brekkutúni. Fyrst er að nefna að við fengum okkar fyrsta barnabarn, Svein Hjört, um miðjan febrúar. Við höfum haft góða heilsu og gert víðreist á árinu. Ferðin til Utah, California, Arisona og Nevada veður lengi minnisstæð. Dvöl í London og heimsókn til Kristianstad í Svíþjóð á nýtt heimili Hjartar, Ingibjargar og Sveins Hjartar. Allt eru þetta mikilvægar perlur í perlufesti minninganna. Við höfum haft í mörgu að snúast bæði í vinnu og frítíma. Stundum svo að manni hefur stundum jafnvel fundist nóg um. Það er þó yfir engu að kvarta sem betur fer. Jæja, ég ætla ekki að fara að tíunda allt annað sem á dagana hefur drifið. Annálsritunin verður að duga hvað það varðar. Myndin sem fylgir þessum pistli er af flugeldasýningu sem var yfir Perlunni í vikunni. Ég vona að þið eigið öll ánægjulegt kvöld. Hugur okkar hér í Brekkutúni er hjá ykkur og með ykkur hvar svo sem þið dvelið á þessum tímamótum. Við vonum að nýtt ár færi ykkur ný og góð tækifæri. Þökkum heimsóknir hingað í Brekkutúnið og vel á minnst heimsóknir á þessa heimasíðu. Fariði varlega með flugelda og blys. Gleðilegt ár gott og farsælt komandi ár.


Flugeldar yfir Perlunni.

Engin ummæli: