laugardagur, 3. desember 2005

Ferð til Vestfjarða.

Ég fór í gærdag vestur til Ísafjarðar. Myndin hér er af Silfurtorginu í vetrarbúningi. En sama sjónarhorn má finna á bloggi frá því í júlí er ég tók aðra mynd þar. Flugið vestur var bókað kl. 13.30 en við komumst ekki í loftið vegna þess að vélin var biluð. Skipt var um vél og haldið í loftið að verða 14.30. Flugið vestur gékk vel en það var svolítill hristingur yfir Djúpinu eins og verða vill. Fyrir óvana er þetta óþægilegt, vont en það venst. Hríðarmugga var en hún náði ekki inn í Skutulsfjörð. Erindið var fimmtugsafmæli sjávarútvegsráðherra haldið í Bolungarvík. Þetta var fínasta veisla og skemmtilegt að taka þátt í henni. Eftir ræður og mat var slegið upp balli og stóð það langt fram á nótt. Við vorum komnir heim á hótel um 4.00. Við vorum vaknaðir um 8.00 í morgun og drifum okkur þrír ég, Kristján Loftsson og Hjörtur Gíslason í gönguferð um bæinn. Enduðum inn í Gamla bakaríinu og fengum okkur kaffi og með því. Virkilega notaleg stund og frúin gaf okkur þetta fína "stollen". Átti flug kl. 14.20 en gátum fengið því flýtt til 11.20.Flugum í fylgd forsetans, formanns Sjálfstæðisflokksins og fleiri fyrirmanna. Það munaði um það við vorum komnir í bæinn kl. 12.00. Í dag hefur maður verið að jafna sig eftir ferðina. Sirrý og Sigrún fóru í þrítugsafmæli til Kristínar Guðmundsdóttur, dóttur Sveingerðar. Við hringdum í Hjört og Ingibjörgu og sáum nafna í beinni. Honum fer mikið fram. Jæja bið að heilsa.

Engin ummæli: