þriðjudagur, 27. desember 2005

Á þriðja í jólum.


Jólin eru hjá mörgum hin stóra fjölskylduhátíð. Þannig er það hjá okkur við höfum umgengist börn, tengdabörn, barnabarn, foreldra, systkini, mágfólk og börn þeirra. Samveran styrkir fjölskylduböndin og viðheldur mikilvægum tengslum stórfjölskyldunnar. Ykkur finnst þetta ef til vill svolítið uppskrúfað en svona er þetta eigi að síður. Það eru ekki allir svo vel settir að eiga stóra fjölskyldu. Í fjölmiðlum segir í dag frá konu sem fannst látin í íbúð sinni án þess að nokkur hafi vitjað hennar vikum saman. Á jóladagskvöldið kom mitt fólk í heimsókn. Áttum við ánægjulega stund með þeim. Júlíus Geir tók lög á flygilinn og mamma og pabbi spiluðu og sungu nokkur sálmalög. Við vorum öll sjö í gærkvöldi í Grænuhlíðinni hjá Sigurði og Vélaugu ásamt öðrum börnum, tengdabörnum og barnabörnum. Kvöldið endaði á hinum árlega spilaleik sem ávallt er mikil skemmtan. Annars lítið að frétta. Veðrið hefur lægt eftir suðaustan rok og rigningu í nótt. Nú er gott skyggni úti og sést vel til helstu kennileita. Bið að heilsa ykkur.

Engin ummæli: