laugardagur, 17. desember 2005

Laugardagspistill á aðventu.

Það er mest lítið í fréttum héðan . Við tókum daginn snemma og vorum komin út kl. 7.30 í göngutúr með Sunnu sem er hér í heimsókn. Björn er í London fór á fótboltaleik þar með Manchester United. Nú við fórum í Hafnarfjörð á jólamarkað svo fórum við í Ikea og fengum okkur hangikjöt og þaðan í Bónus í innkaupin. Við bökuðum lagkökuna sem við bökum fyrir hver jól. Ég fór seinnipartinn í leikfimi í nýju sundlaugina hér í Kópavogi. Hitti þar Helga vin minn. Í morgun var sannkallað vetrarríki kallt og vindur. Síðan hlýnaði þegar leið á daginn og snjófölin hvarf. Ég las í morgun viðtal við afkomanda Gunnars Gunnarssonar í Mbl. Þar segir frá því hvernig komið var í veg fyrir að hann fengi nóbelinn á sínum tíma. Þetta vekur mann til umhugsunar um það hvað menn geta verið óvægnir og grimmir. Jafnvel með listamanna og heimspekinga þar sem mannsandinn er sagður ná hæstu hæðum. Þetta sýnir manni líka hversu mikill óþveri getur verið að baki veraldlegum vegtillum mannanna. Að ég tali nú ekki um vegtillur sem veittar eru af "rentum" af framleiðslu sprengiefnis sem reyndist skilvirkara til að drepa menn en áður hafði þekkst. Kveðja.

Engin ummæli: