laugardagur, 24. desember 2005

Á aðfangadagskvöldi.


Gamla kirkjan.

Lesendur þessar síðu vita að kirkjubyggingar er eitt af hugðarefnum annálsins. Það er við hæfi á þessu aðfangadagskvöldi að birta hér mynd af kirkjunni sem Sigurveig amma hennar Sirrýjar átti. Fátt er jólalegra en þessi gamla kirkja. Hún minnir um margt á kirkjurnar fyrir austan, sérstaklega Grafarkirkju sem nú lýsir upp næturmyrkrið í Skaftártungu. Nú fer að hefjast hin mikla hátið frelsarans er við fögnum fæðingu hans og við minnumst með kærleika og þökk þess sem var og þess sem við höfum. Það húmar að kvöldi hér í Fossvogsdal. Það er friðsælt yfir dalnum og við fáum "rauð" jól að þessu sinni. Fossvogskapellan, Borgarspítalinn og Útvarpshúsið eru uppljómuð en aðeins eitt rautt ljós á Perlunni að þessu sinni. Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og vonum að þið eigið góðar stundir. Kveðja.

Engin ummæli: