sunnudagur, 1. janúar 2006

Í messu á nýju ári.


Presturinn og organistinn.

Það er uppbyggilegt að hefja nýtt ár á því að fara í messu í sinni gömlu kirkju á Borgarholtinu, Kópavogskirkju. Við fórum í messu hjá sr. Hirti. Hann fór að venju vel með hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar. Það verður mjög hátíðlegt þegar svo vel tekst með tónið. Ræðan var líka ágæt með nokkrum vel völdum heilræðum svona í upphafi ársins. Síðan var messukaffi hér í Brekkutúni. Myndin hér að ofan er af þeim félögum sr. Hirti og Kjartani Sigurjónssyni organista í Digraneskirkju. Mikið verið rætt um áramótaheitin í dag. Það eru náttúrulega aukakílóin 5 sem maður þarf að fara að losa sig við. Markið er ekki sett hærra en svo en að þau verði farin í maí mánuði. Annars mun maður rembast við að halda sínu striki. Minnugur þess að leiðin að settu marki er alltaf næsta skref. Læt þetta duga að sinni. Kveðja til ykkar allra.

Engin ummæli: