fimmtudagur, 19. janúar 2006

Nú fer þorrinn í hönd.

Þegar dyggir lesendur þessarar síðu eru farnir að kvarta undan pistlaleysi verður maður að pára eitthvað til að friða þá. Veðurlýsing er alltaf við hæfi. Kuldakaflanum undanfarna daga er lokið í bili. Frostið var -10°C þegar það var sem mest. Þetta hafa verið frekar tíðindalitlir dagar undanfarið. Við hér í Brekkutúni höfum nóg að gera í okkar störfum þessa dagana. Valdimar náði öllum prófum á síðustu önn og óskum við honum til hamingju með það. Foreldrar mínir eru enn á Kanarí og hafa það gott það best ég veit. Ég hringdi í dag í gamlan skólafélaga minn í Svíþjóð sem ég hafði ekki heyrt í lengi. Hann hefur verið lengi án vinnu og hefur af þeim sökum dregið sig í skel. Hann reyndist þó vera í nokkuð góðum gír þegar við töluðum saman. Hann hefur verið að endurmennta sig til að verða menntaskólakennari og er kominn með öll réttindi í hagfræði, spænsku og stærðfræði og er að leita sér að starfi. Hann sagði að þrátt fyrir þetta mótlæti á vinnumarkaði hefði þessi tími verið gefandi fyrir sig því að hann hefði notað hann til þess að byggja sig upp og lært meira. Það væri hann ánægður með en hann væri samt svolítið uggandi yfir því hvort tækist að fá vinnu á nýjum vettvangi. Vonandi tekst honum að fái vinnu við sitt hæfi. Þetta er góður drengur og á allt gott skilið. Jæja þá fer þorrinn í hönd. Hann byrjr á morgun, þann 20. janúar. Maður er aðeins farinn að gæða sér á sviðasultu og slátri en hef ekki fengið almennilegan þorramat. Vonandi rætist úr því á næstu dögum. Maður borðar ekki þennan mat orðið nema á þorranum svona til hátíðabrigða.

Engin ummæli: