laugardagur, 28. janúar 2006

Valgerður Birna, Páll Óskar, Mozart og fleira.


Við vorum í Drápuhlíðinni í dag hjá Hildu og Magnúsi. Litla stelpan þeirra heitir Valgerður Birna. Haldið var kaffisamsæti hjá þeim í tilefni nafngiftarinnar. Litlu Valgerði heilsast vel. Hún var að mestu sofandi á meðan á veislunni stóð. Átti skemmtilegt samtal við Pál Óskar vin Hildu um Perú. Hann er nýkominn þaðan og vorum að bera saman reynslusögur frá Perú. Ég var þar á vegum Icecon hf. 1992 í febrúar í hálfan mánuð aðallega í Lima. Af lýsingum hans að dæma hefur ekki mikið breyst í efnahagslegu tilliti. Mikil fátækt er í þessu ríki og almenn kaos. Þarna er hið forna ríki Inkana og búa yfir 25 milljónir Inka í landinu en 700 þúsund manns af öðrum uppruna. Það ríkti mikil skálmöld þegar ég var í landinu. Skæruliðasamtökinn Skínandi vegur voru fyrirferðamikil og mikil skálmöld í landinu. Þetta er mjög heillandi land og á ótrúlega sögu sem vert er að kynna sér. Höfum verið hér heimavið fyrri part dags við tiltekt í bílskúr. Það er hlýtt veður úti en frekar blautt. Ekki má gleyma að ég er búinn að vera að hlusta á verk eftir Wolfang Amadeus Mozart. Mikið spilaður í tilefni 250 ára afmælishátiðar hans sem haldin er víða um heim. Eftirminnilegasti flutningur verka hans er þáttur í þýska sjónvarpinu frá tónleikum í Peking með kínverskum píanóleikara, Lang Lang, sem ég spái að við eigum eftir að heyra meira frá í framtíðinni. Spakmæli dagsins hljóðar þannig: Besti dagur ævi þinnar er dagurinn í dag, ef þú notar hann rétt. Ók. höf (Listin að lifa 1993).

Engin ummæli: