miðvikudagur, 1. febrúar 2006

Handbolti.


Þetta er ótrúlegt vorveður sem hér hefur verið undanfarna daga. Þetta truflar náttúrulega árstíðaklukkuna að fá svona veður um hávetur. Svo kemur væntanlega vetrarveðrið núna í febrúar ef að líkum lætur. Hef aðeins haft annað augað á þessari Evrópumeistarakeppni í handbolta. Ég spáði því að Ísland mundi sigra Rússa með eins marka mun. "Við" unnum með tveggja marka mun. Það var ekki hægt að vera nærri úrslitunum. Þessu spáði ég í leikfiminni í vitna viðurvist. Við töpuðum fyrir Króötum eins og ég spáði því en ég lét markamun liggja milli hluta. Þeir eru svo grimmir þessir Króatar eins og sagan kennir okkur. Nú er bara að taka Norðmennina í bakaríið vonandi tekst okkur það en förum ekki á taugum á lokasprettinum eins og svo oft áður. Ég hef ekki fylgst með handbolta í mörg ár. Maður var orðinn svo svektur að horfa á þessi eilíflegu vandræði. Annars hef ég líka verið að hlusta á píanókonserta Mozarts undanfarna daga og svo var ágætur ævisöguþáttur um kappann í sjónvarpinu í kvöld. Maður er alltaf að leita að hinum sanna tón. Jæja læt þetta duga í bili. Kveðja.

Engin ummæli: