föstudagur, 17. febrúar 2006

Í lok vinnuviku.

Jæja gott fólk þá er þessari vinnuviku lokið. Enn á ný komið föstudagskvöld. Dagarnir líða hver af öðrum á ógnarhraða. Maður er strax orðinn "poetískur" og rétt búinn að skrifa tvær línur. Það hefur hlýnað aðeins aftur. Annars er þetta búinn að vera góður dagur. Fór í leikfimi í hádeginu og tók aðeins á því eins og vera ber. Ræddum hvað væri besta þjálfun eldra fólks. Sjúkraþjálfarinn sagði okkur að nýleg könnun sýndi að það væru þeir sem færu reglulega í göngutúra sem fá bestu hreyfinguna. Þá vitið þið það. Komst ekki í píanótíma í kvöld vegna þess að ég var að taka á móti gestum í vinnunni. Þetta voru skipstjórnarefni framtíðarinnar, vörpulegir og geðugir piltar. Reyndar var ein stúlka í hópnum. Það er gefandi að hitta ungt fólk og ræða við það um framtíðaráform sín. Þetta eru upp til hópa vel gerðir og einlægir krakkar, glaðværir, velviljaðir og bjart yfir þeim. Veltum fyrir okkur stöðu sjávarútvegsins og framtíð hans. Spakmæli dagsins eru: Sá sem aldrei fremur heimskupör, er ekki eins vitur og hann sjálfur heldur.

Engin ummæli: