sunnudagur, 12. febrúar 2006

Í byrjun nýrrar viku.

Þetta er heldur betur búin að vera viðburðarrík helgi. Á föstudagskvöldið fórum við á mynd um ævi Johnny Cash og June Carter eiginkonu hans, Walk the Line. Mjög góð mynd um ævi og starf þessara miklu lónlistarmanna. Ég hef nú sagt ykkur áður frá tónleikunum sem við fórum á með honum í Scandinavium í Gautaborg í apríl 1976. (Sjá blogg 6. mars 2005). Ég þarf nú ekki að skrifa um gærdaginn þið hafið laugardagspistilinn. Við höfum aðallega verið heima við í dag. Seinnipartinn fórum við í heimsóknir. Kíktum til Sigurðar og Vélaugar í Hlíðarnar. Síðan fórum við á Hlíðarveginn í heimsókn til mömmu og pabba og litum við hjá Iu og Kolla. Þannig að maður hefur gert margt og komið víða við þessa dagana. Það er svo hressandi að hitta þá sem manni þykir vænt um þó ekki sé nema örstutta stund. Veganesti vikunnar eru þessi: Það sem drepur mig ekki gerir mig sterkari sagði sjálfur Nietzsche. Halltu í heiðri það sem þér finnst öllu æðra og fegurra eins og væru það lög sem ekki má brjóta. Kveðja.

Engin ummæli: