laugardagur, 4. febrúar 2006

Að sigra og tapa.

Þá er þessi handboltakeppni búin. Hún veitti bara nokkra skemmtan og eftirvæntingu um tíma. Ég skil ekki af hverju sumir eru svona súrir yfir því að við náðum ekki í úrslitin. Við áttum ekkert þangað að gera. Þetta var ekki handbolti sem Króatarnir léku heldur hrein villimennska. Þeir töpuðu leiknum þrátt fyrir fleiri mörk með ruddaskap og yfirgangi. Sá sem ætlar að verða fremstur í einhverju vinnur aldrei sigur ef hann ávinnur sér ekki virðingu andstæðinganna á leikvellinum. Við áttum aldrei möguleika gegn Norðmönnum eftir framkomu Króatanna þótt við að jafnaði séum betri í handbolta en þeir. Nóg um handbolta. Sirrý er í Stockholmi og kemur aftur á sunnudaginn. Mamma og pabbi eru komin frá Kanarí brún og sælleg. Sigrún er að vinna á Skógarbæ þessa helgi. Læt þetta duga.

Engin ummæli: