fimmtudagur, 16. febrúar 2006

Yurí Gagarín og geimferðir.

Það hefur hægt vindinn. Búið að vera hífandi norðan rok í dag og kuldi. Útsýni til Öskjuhliðar gott. Var að horfa á þáttinn í RUV um geimferðir Bandaríkjamanna og Rússa á sjötta og sjöunda áratugnum. Merkilegt hvað þetta hafa verið miklir frumkvöðlar á sínu sviði. Ég er ekki í vafa um að stór hluti af nútímatækni byggir um margt á þeirri nýsköpun sem átti sér stað í tengslum geimferðaáætlanirnar. Það væri gaman að eiga myndskreytta diskinn sem pabbi kom með úr söngferðalaginu frá Sovétríkjunum af Yuri Gagarín. Hann er örugglega antík í dag. Það greiptist í barnsminnið þegar Rússar sendu fyrstir mannaða geimflaugið á sporbaug um jörðu 1961. Maður þekkti náttúrulega til Werners von Braun, Þjóðverjans sem var yfir NASA. Um rússneska hönnuðinn Sergey Koralyou vissi maður náttúrulega ekkert um fyrr en í þessum þáttum. Þessi mynd hér til hliðar er af Gagarin. Um hann má lesa frekar á Wikipedia. com Jæja hef þetta ekki lengra. Kveðja.

Engin ummæli: