sunnudagur, 5. febrúar 2006

Oft veltur lítil þúfa þungu hlassi.

Mönnum er heitt í hamsi þessa dagana í arabalöndunum yfir grínmyndunum sem sýndar voru í JP af spámanninum Mohamed. Danir hafa reynt að lægja öldurnar en það hefur ekki dugað. Ég er með þá kenningu að áróðursmeistarar ofbeldissinnaðra múslima hafi skipulagt þessa árás á Dani til þess að skaða þá og refsa þeim fyrir að vera í Afganistan og Írak. Þetta ber öll einkenni múgæsingamanna. En þetta mál hefur snúist í höndum þeirra og beint sjónum almennings að því hversu mikinn hljómgrunn öfgaöfl eiga meðal múslíma. Málflutningur þeirra hefur ekki staðist gagnrýna hugsun. Þessar myndir réttlæta ekki svona öfgafull viðbrögð að mínu mati. Þessi dólgslæti þar sem brendir eru þjóðfánar og helgitákn skaða ímynd araba í heiminum. Jæja þessi pistill var miklu lengri um þetta mál en mér er runnin reiðin og ég ætla ekki að eyða meira púðri í þetta mál að sinni. Fór í sund í gær og hitti þá bræður Grétar og Helga héldum svo málþing hér í Brekkutúni á eftir. Ég var með kórnum á þorrablóti í gærkvöldi og sungum við nokkur lög fyrir gesti. Þetta er nú svona það helsta.

Engin ummæli: