mánudagur, 27. febrúar 2006

Ólympíuleikunum á Ítalíu lokið.

Ég get varla sagt að ég hafi fylgst með vetarólympíuleikunum í Torino á Ítalíu síðustu tvær vikur. Svona með öðru auganu hefur maður þó fylgst með góðum árangri "frænda" okkar á Norðurlönum. Rétt á meðan maður hefur verið að flakka milli stöðva hefur maður einstaka sinnum fylgst með skautahlaupi, listdansi á skautum, skíðastökki, svigi og skíðagöngu. Þar til núna um helgina að ég fylgdist með úrslitaleiknum milli Finna og Svía í íshokki. Ég horfði á leikinn í beinni á sænska sjónvarpinu. Þá fékk maður svona alvöru spennu "fíling" á meðan á leiknum stóð. Loksins gat maður haldið með "sínu" liði og notið þess í botn þegar það vann leikinnn. HÚRRA fyrir Svíum. Þetta var hreint frábær leikur og eftirminnilegur. Þeir sýndu eins og oft áður gríðarlegan baráttuanda og sigurvilja. Það var sko ekkert gefið eftir í leiknum. Ég entist ekki til að fylgjast með upphafs serimóníunni né heldur lokahátíð leikanna. Tók þó eftir því að næstu leikar verða árið 2010 í Vancuver í Kanada. Annars lítið að frétta af okkur. Við erum bara í því sama. Var að koma af söngæfinu í kvöld. Það var léleg mæting rétt um 20 söngfélagar. Margir eru víst með flensu þessa dagana. Kveðja.

Engin ummæli: