sunnudagur, 19. febrúar 2006

Regnbogi yfir Öskjuhlíð.


Það er fallegt veður úti og við ættum að vera úti við í stað þess að vera í tölvunni. Það er stillilogn og himinmigan í Öskjuhlíð sprautar þráðbeint heitu vatninu í loft upp. Þetta er óvenjulegt veður úti, vorveður í febrúar. Rétt áðan var gríðarmikill regnbogi yfir Öskjuhlíðinni, Borgarspítalanum, Útvarpshúsinu. Ég rétt náði að fanga hluta hans á mynd áður en hann hvarf sjónum. Í vestri er rigningarlegt en hér í dalnum er heiðskýrt. Ég vona að regnboginn veiti á eitthvað gott á þessu fallega degi. Jæja ég hef þetta ekki lengra í bili.

Engin ummæli: